Heimsglugginn

Bóluefni gegn malaríu, hlaðvörp um alþjóðamál


Listen Later

Í lok árs verður tekið í notkun nýtt bóluefni gegn malaríu, Mosquirix. Búist er við að bólusetning geti bjargað tugþúsundum barna í Afríku þó að Mosquirix verji aðeins um 30 prósent. Vonir standa til að annað bóluefni, R21/Matrix-M, verði tilbúið innan fárra missera en tilraunir benda til þess að það verji í 77 prósentum tilfella. Malaría verður allt að hálfri milljón barna undir fimm ára aldri að aldurtila árlega í Afríku. Illa hefur gengið að þróa bóluefni gegn malaríu en engu að síður hefur náðst verulegur árangur á undanförnum árum í baráttunni við sjúkdóminn, ekki síst með því að fækka moskító-flugum sem dreifa smitinu. Þannig hefur Kínverjum tekist að útrýma malaríu og dauðsföllum í heiminum fækkaði um 60 af hundraði frá árinu 2000 til 2015.
Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu einnig aukakosningar í Bretlandi í þremur kjördæmum. Hart er sótt að Íhaldsflokknum í þeim öllum, Verkamannaflokkurinn gæti unnið í tveimur og líklegt er að Frjálslyndir demókratar vinni í því þriðja. Þá ræddu þau að Rússar vildu ekki endurnýja samning um kornútflutning og hafa byrjað að ráðast á Odesa, helstu hafnarborg Úkraínu, og hafa eyðilagt hafnarmannvirki og 60 þúsund tonn af korni sem biðu útflutnings. Pútín hefur sagt að Rússar áskilji sér rétt til að ráðast á öll fragtskip sem eru á leiðinni til Úkraínu, því Rússar telji þau styðja Úkraínustjórn og hugsanlega vera að flytja vopn til Úkraínu.
Í lokin var rætt um hlaðvarpsþætti sem fjalla um erlend málefni. Bogi nefndi The Intelligence sem er daglegt hlaðvarp um þrennt sem er efst á baugi í heiminum. Þá nefndi hann Newscast og Americast frá BBC og the News Agents frá bresku útvarpssamsteypunni Global.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

228 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners