Boris Johnson fékk aftur langflest atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins sem nú velja sér nýjan formann. Hann etur kappi við Jeremy Hunt, sem fékk næstflest atkvæði í fimmtu atkvæðagreiðslunni í dag.
Fjármálaráðherra segir það öfugmæli að tala um niðurskurð í ríkisfjármálum þegar verið sé að bæta í á flestum sviðum.
Fulltrúaráð VR situr nú á fundi þar sem tillaga um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna er rædd. Tilefnið er vaxtahækkun á verðtryggðum lánum sjóðsins. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að hlutverk lífeyrissjóða sé að gæta hagsmuna allra sjóðfélaga ekki bara lántaka.
Fyrsta leiguíbúð íbúðafélagsins Bjargs var afhent í dag. Einstæð tveggja barna tók við lyklunum.
Félag framhaldsskólakennara telur að ný lög um að sama leyfisbréf gildi fyrir þrjú skólastig geti orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara.
Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Sund og Tækniskólinn eru vinsælustu framhaldsskólar landsins, sé tekið mið af óskum nýnema um skólavist.
Landgræðslustjóri segir að landið sé enn að tapa jarðvegi og því miður sé ekki hlustað á fagmenn. Hann segir að nóg sé til af grasi. Hægt væri að vera með miklu stærri fjárstofn ef beitt væri á láglendi. Arnar Páll Hauksson ræðir við Árna Bragason.
Arnar Páll Hauksson talar við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, formann Samtaka sauðfjárbænda, um gagnrýn veggna gæðastýringar í sauðfjárrækt.
Sænskir stjórnmálamenn og fréttaskýrendur hafa ítrekað sakað kínversk stjórnvöld um fjandskap og óeðlileg afskipti síðasta árið. Árekstrar í samskiptum ríkjanna hafa tekið á sig margvíslega og jafnvel furðulegar myndir: Grátandi ferðafólk á götum Stokkhólms; viðhafnarathöfn sem aflýst var á síðustu stundu; og lögreglurannsókn á sendiherra Svíþjóðar í Kína, eftir leynifund í Stokkhólmi. Kári Gylfason segir frá.
Umsjón Arnar Páll Hauksson
Tæknimaður Gísli Kjaran Kristjánsson