Heimsglugginn

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir endurtíst um mannréttindi


Listen Later

Salma al-Shehab hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í Sádi-Arabíu fyrir að endurtísta umfjöllun um mannréttindamál í landinu. Al-Shebab var handtekin við komuna til landsins frá Bretlandi þar sem hún var í doktorsnámi við háskólann í Leeds. Þessi harði dómur er til marks um hversu hart yfirvöld í landinu taka á allri mannréttindabaráttu undir forystu krónprinsins Mohammeds bin Salmans. Hann hefur þó lýst yfir að hann vilji breyta landinu og færa í átt að nútímanum en tekur samt af mikilli grimmd á allri andstöðu og má minnast þess að sádiarabískir leyniþjónustumenn myrstu blaðamanninn Jamal Kashoggi í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Á sama tíma reyna Sádi-Arabar að hvítþvo sig á alþjóðavettvangi með því að ausa fé í íþróttaviðburði eins og röð golfmóta og þeir hafa einnig keypt enska knattspyrnufélagið Newcastle.
Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu einnig stöðuna í sænskum stjórnmálum rúmum þremur vikum fyrir kosningar. Þar stefnir í mjög spennandi kosningar. Lítil spenna virðist hins vegar um leiðtogakjör í breska Íhaldsflokknum þar sem allt bendir til að Liz Truss beri sigurorð af Rishi Sunak.
Þá var tveggja manna minnst í lokin með einu lagi. Þetta eru Elvis Presley og þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen sem lést í vikunni. Í fyrradag voru 45 ár frá dauða Presleys.
Petersen notaði þjóðlag frá Schwaben í Suðvestur-Þýskalandi, Muss i denn í kvikmynd sinni Das Boot. Textinn er á svabískri þýsku, muss i denn, muss i denn zum Städtele hinaus; verð ég þá að fara og skilja þig eftir, Und du, mein Schatz, bleibst hier? Það var mjög vinsælt að syngja lagið í upphafi ferðalaga og leiðangra, ekki síst meðal sjómanna, bæði í kaupskipaflotanum og herflotanum. Þannig er það notað í Das Boot.
Lagið er meðal þekktustu þjóðlaga Þjóðverja, og það er til í mjög mörgum útgáfum, Marlene Dietrich, Mireille Mathieu og Nana Mouskouri hafa flutt það en þekktasta útgáfan í hinum enskumælandi heimi er án efa Wooden Heart sem Elvis Presley söng 1960 í kvikmyndinni G.I. Blues, sem fjallar um bandaríska hermenn í Þýskalandi. Presley var einmitt í hernum þar þegar hann gegndi tveggja ára herskyldu frá 1958-60. Lagið fór víða í efsta sæti á vinsældalistum.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

9 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

94 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

29 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners