Spegillinn 5. júní.
Vinstrifylkingin í dönskum stjórnmálum fær 90 þingsæti og meirihluta á danska þinginu samkvæmt útgönguspám sem voru birtar eftir að kjörstöðum var lokað klukkan sex.
Ekkert mál hefur verið rætt jafn lengi á Alþingi og þriðji orkupakkinn. Umræðan hefur staðið í nær 137 klukkustundir.
Ekkert samkomulag liggur fyrir um þinglok og forsætisráðherra segir að á meðan það sé raunin sé ekki annað í stöðunni en að halda þingfundi áfram á Alþingi, nægur tími sé fram í september.
Annað árið í röð hækkar fasteignamat á Akranesi um meira en 20 prósent. Forstjóri Þjóðskrár segir fasteignamatið nálgast höfuðborgarsvæðið.
Almannavarnir hafa aflýst óvissustigi vegna virkni í Öræfajökli sem hefur staðið yfir síðan í nóvember 2017.
Undirbúningur er hafinn í félagsmálaráðuneytinu að því að breyta lögum um fjöleignahús til að liðka fyrir rafbílavæðingu.
Leiðtogar minntust þess í dag að 75 ár eru liðin frá innrásinni í Normandí-hérað. Prófessor við Háskóla Íslands telur að atburða sem þessara verði enn minnst með viðhöfn eftir hundrað og fimmtíu ár, verðum við ekki sokkin í sæ.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir