Gestir þáttarins voru Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, Sirrý Arnardóttir, kennari á Bifröst og fjölmiðlakona, og María Elísabet Bragadóttir rithöfundur. Þátturinn var á andlegri nótum en alla jafna í tilefni af páskum. Rætt var um þjóðhátíðarstemninguna sem myndast hefur á Suðvesturhorninu um eldgosið við Fagradalsfjall, umdeilda skyldusóttkví á hóteli fyrir fólk á leið inn í landið, hlutverk trúar í veraldlegu samfélagi og leitina að lífsfyllingu í velmegunarsamfélagi á 21. öld.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Útsendingarstjórn: Jón Þór Helgason