Spegillinn

Deilt um rafmagnslínur, gervigreind og ritskoðun, grisjun sjóða og sjálfseignarstofnana


Listen Later

Síðan 2024 hefur verið heimild í lögum til að skipa raflínunefndir sem eiga að einfalda skipulagsmál í tengslum við flutningskerfi rafmagns. Nú vill Landsnet að fyrsta nefndin af þessu tagi verði skipuð um Holtavörðuheiðarlínu eitt. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan á að liggja um leggjast gegn skipun nefndarinnar. Gréta Sigríður Einarsdóttir kynnti sér málið.
Þær fréttir bárust á dögunum að nýtt gervigreindarforrit, DeepSeek, frá Kína, væri að setja gervigreindarheiminn á annan endann. Því er haldið fram að þessi nýja gervigreind standist þeirri fullkomnustu sem fyrir var, hinni bandarísku ChatGPT 4, fyllilega snúning, þrátt fyrir að hafa verið hönnuð, þróuð og sett út í sýndarheiminn með aðeins brotabroti af þeim ógnarmiklu fjármunum sem fóru í þróun bandarísku fyrirmyndarinnar. Hún er þó ekki gallalaus. Einn galli - og sá sem hér er til umfjöllunar - er ritskoðunin sem DeepSeek stundar. Ævar Örn Jósepsson fékk Árna Matthíasson til að ræða við sig um þetta.
Sjálfseignarstofnanir og sjóðir sem eru með skipulagsskrá verða sektaðar um sex hundruð þúsund skili forsvarsmenn þeirra ekki ársreikningi á tilsettum tíma. Sjóður sem Halldór Laxness stofnaði til að mótmæla launalækkun er meðal þeirra sem brátt gætu heyrt sögunni til. Freyr Gígja Gunnarsson fékk Jónas B. Guðmundsson sýslumann til viðtals um málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners