Heimsglugginn

Deilur um bóluefni, skosk stjórnmál og ráðstafanir Erdogans


Listen Later

Deilur um útflutning bóluefna frá ríkjum Evrópusambandsins hafa valdið titringi í sambúð ESB-ríkja við granna sína, einkum Breta. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þá flóknu stöðu sem upp er kominn eftir að framkvæmdastjórn ESB lagði til verulegar takmarkanir á útflutningi bóluefna. Upphaflega voru Ísland og Noregur á lista þeirra landa sem ekki fengju bóluefni en forystumenn sambandsins hafa fullvissað íslenska ráðamenn um að ákvörðun ESB hafi ekki áhrif á samninga um afhendingu bóluefna til Íslands.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins SNP, stóð af sér vantrauststillögu sem Íhaldsflokkurinn lagði fram vegna þess að flokkurinn telur Sturgeon ekki hafa skýrt þinginu rétt frá varðandi rannsókn á málefnum Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Salmond hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Þó að þingið hafi lýst trausti á Sturgeon er ljóst að málið hefur skaðað hana og flokkinn aðeins rúmum mánuði fyrir kosningar til skoska þingsins.
Erdogan forseti Tyrklands stendur í ströngu. Hann hefur rekið þriðja seðlabankastjórann á innan við tveimur árum vegna þess að hann var ósáttur við vaxtahækkun sem Erdogan segir kynda undir verðbólgu sem er alvarlegt vandamál í tyrknesku efnahagslífi. Þá eru víðtæk mótmæli í landinu vegna ákvörðuna forsetans um að segja Tyrkland frá Istanbúl-sáttmálanum, fyrsta bindandi alþjóðasáttmálanum sem gerður hefur verið með það að markmiði að draga úr kynbundnu ofbeldi. Tyrkneskar konur sem mótmæltu og stjórnarandstaðan segja að með því að segja Tyrkland frá sáttmálanum séu stjórnvöld í raun að senda ofbeldismönnum skilaboð um að heimilisofbeldi, nauðganir og jafnvel dráp á konum verði látin sitja á hakanum í réttarkerfinu.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners