Sunna Valgerðardóttir ræðir við Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Jónsson, formann BHM og sérfræðing í öryggis- og varnarmálum, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Þau ræddu þýsku-öfgasamtökin Reichsbürger, tengsl Evrópuþjóða við Rússland, hryðjuverkaógn á Íslandi, valdheimildir lögreglu og eftirlit með störfum hennar, stöðu leigjenda á Íslandi, efnahagshorfurnar framundan og ummæli ríkisendurskoðanda um Bankasýsluna. Tæknimaður þáttarins er Joanna Warzycha.