Hlutabótaleiðin var margfalt dýrari en lagt var upp með að mati Ríkisendurskoðanda. Hann gagnrýnir í nýrri skýrslu að ekki hafi verið eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur.
Heilbrigðisráðherra segir ummæli Kára Stefánssonar um sína persónu ekki skipta máli í því verkefni sem verið sé að fást við. Hún segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar vera ómetanlegt.
Frysti- og fiskvinnsluhús Hríseyjar Seafood eru rústir einar eftir bruna í nótt. Enn er ekkert vitað um upptök eldsins.
Veitinga- og kaffihús verða opnuð í Frakklandi í næstu viku. Frönsk stjórnvöld styðja að ferðatakmörkunum innan Evrópusambandsríkja verði aflétt um miðjan næsta mánuð.
Brotthvarf úr framhaldsskólum minnkaði eftir að stjórnvöld styttu námstíma til stúdentsprófs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu menntamálaráðherra.
Þó að markmið frumvarps um skipan sendiherra sé að fækka þeim, gæti þeim fjölgað samkvæmt ákvæðum í frumvarpinu. Samtök gegn spillingu vara við því að frumvarpið verði afgreitt með hraði.
Breska stjórnin berst nú við að koma efnahagslífinu í gang en glímir við áhrifin af óskýrum skilaboðum og ráðgjafanum sem braut ferðabann.