Spegillinn

Dregur úr stórum skjálftum


Listen Later

Vel yfir 1600 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Heldur hefur þó dregið úr stærri skjálftum eftir hádegi.
Forsætisráðherra segir stærstu öryggisógnina sem steðjað hafi að íslensku samfélagi vera heimsfaraldur kórónuveirunnar.
Íslendingur sem setið hefur í varðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í fjögurra vikna farbann. Ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að leggja til að slakað verði á sóttvörnum vegna COVID-19 farsóttarinnar. Kannanir sýna að landsmenn eru orðnir langeygir eftir breytingum.
Það hafa verið dregnar upp ýmsar sviðsmyndir af þróun mála á Reykjanesskaga. Það má segja að vísindamenn viti núna hvað er að gerast en það er ómögulegt fyrir þá að spá um hvað muni gerast. Nú virðist allt benda til þess að kvikugangur sé að ryðja sér braut upp í jarðskorpuna. Arnar Páll Hauksson talaði við Ólaf G. Flóvenz jarðeðlisfræðing.
Á miðvikudaginn leggur Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta fram fjárlagafrumvarp. Eins og flestir fjármálaráðherrar á Vesturlöndum glímir Sunak við mikil Covid-útgjöld án þess að gleyma lærdómnum úr fjármálakreppunni 2008 um að skera ríkisútgjöld ekki of harkalega niður. Og nota tækifærið til að ýta undir vistvænar fjárfestingar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Rússneskt fyrirtæki hefur fest kaup á einni fremstu vélsmiðju í Noregi. Þar eru byggðar Rolls Roys vélar fyrir skip, þar á meðal skip norska flotans. Og vélbúnaður í varðskipinu Þór er líka úr þessari smiðju. Í Noregi óttast menn að óvininum í austri verði nú falið viðhald og eftirlit um borð í norskum herskipum. Gísli Kristjánsson segir fá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners