Bogi Ágústsson ræddi fyrst við Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunni Elísabetu Bogadóttur um drónaflug í Danmörku sem Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra lýsir sem fjölþáttaárás.
Þau ræddu svo vestnorræna samvinnu og breytta afstöðu Færeyinga til sambandsins við Dani. Jafnvel Sambandsflokkurinn vill breytingar og flestir Færeyingar virðast vilja samband sem líkist því sem var með Danmörku og Íslandi 1918-1944.
Þá var rætt um stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í vikunni, allt frá lyfjamálum til Úkraínustríðsins.