Félagar í Eflingu sem starfa hjá fimm sveitarfélögum á suðvesturhorninu samþykktu í dag verkfall með miklum meirihluta. Verkfallið er boðað á hádegi á þriðjudag í næstu viku og hefur meðal annars áhrif á starf í grunnskólum og hjúkrunarheimilum.
Ekkert kórónuveirusmit greindist hérlendis í gær og síðustu fjóra daga hefur ekki greinst smit á Vesfjörðum.
Einungis nítján ríki í Bandaríkjunum eru í stakk búin til að skima fyrir kórónuveirunni með fullnægjandi hætti.
Samningafundi Flugfreyjufélagsins og Icelandair lauk síðdegis án árangurs.
Meirihlutinn í Hafnarfirði vill selja 15 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum til að bregðast við fyrirsjáanlegum halla vegna Covid 19. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að salan velti á því hvort viðunandi verð fáist fyrir hlutinn. Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar leggst gegn sölu. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við þær.
Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um stofnun hálendisþjóðgarðs og þjóðgarðastofnunar og endurskoðun rammaáætlunar á þessu þingi, og einnig hefur verið hætt við breytingu á lögum um tengda aðila í sjávarútvegi. Þetta er meðal fimmtíu mála sem tekin hafa verið af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins
----
Rætt við Skarphéðin Berg Steinarsson, ferðamálastjóra um nýtt markaðsátak innanlands og ferðahorfurnar í sumar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann.
Breska stjórnin hefur hrakist undan framvindu veirufaraldursins. Nú er forsætisráðherra mættur til leiks eftir sína eigin glímu við COVID-19. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Nærri fjórðungi færri skordýr eru nú í heiminum en fyrir 30 árum. Mannanna verk, stórborgir, vegir, raflýsing, skordýraeitur og landbúnaður þar sem náttúrulegum búsvæðum er breytt í ræktað land hafa orðið til þess að stofnar skordýra hafa minnkað verulega. Þetta er niðurstaða viðamikillar nýrrar rannsóknar sem tímaritið Science greinir frá. Kristján Sigurjónsson, ræðir við Gísla Má Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.