Ný ríkisstjórn Liz Truss í Bretlandi stendur í stórræðum. Breyttri efnahagsstefnu hefur verið illa tekið, pundið hefur snarfallið og verðgildi ríkisskuldabréfa sömuleiðis. Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, þurfti í gær að grípa til neyðaraðgerða og kaupa ríkisskuldabréf til að halda uppi verði þeirra. Þetta var aðalefni Heimsglugga vikunnar en í lokin ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um skemmdarverk á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti og svokallaða þjóðaratkvæðagreiðslu í fjórum héruðum Úkraínu.