Gestir Vikulokanna voru Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðgjafi hjá UN Women, og Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rætt var um nýhertar sóttvarnaraðgerðir í ljósi metfjölda smita og samfélagsleg áhrif þeirra, stöðu Landspítalans og viðvarandi manneklu, loftslagsráðstefnuna í Glasgow, auglýsingu Íslandsstofu þar sem hent var gaman að Mark Zuckerberg og fleira.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Jón Karl Helgason