Að meðaltali tveir COVID sjúklingar leggjast nú inn á Landspítalann á sólarhring að sögn forstjóra spítalans sem segir holskeflu skella á honum. Hann segir brýnt að taka á fráflæðivandanum og sendi í dag út ákall til heilbrigðisstarfsmanna um að leggja spítalanum lið, nú þurfi allar hendur upp á dekk
Forseti Íslands hvatti þingmenn við þingsetninguna í dag til að taka tillögur að stjórnarskrárbreytingum til efnislegrar umræðu.
Stjórnvöld á Ítalíu vilja framlengja neyðarlög vegna COVID-19 farsóttarinnar til janúarloka. Að óbreyttu falla þau úr gildi um miðjan þennan mánuð.
Gert er ráð fyrir að hallinn á fjárlögum næst árs verði 264 milljarðar króna og að samanlagður halli í ár og á næsta ári veriði um 600 miljarðar króna. Fram til ársins 2025 er áætlað að uppsafnaður halli ríkisjóðs nemi um 900 milljörðum króna. Skattar verða um 52 milljöðrum lægri á næsta ári. Efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins eru metin á 192 milljarða. Hagstofan spáir 3,9% hagvexti á næsta ári eftir 7,6% samdrátt á þessu ári. Spáin byggist á því að ekki þurfi að grípa til harðra sóttvarnaraðgerða á næsta ári. Heyrist í Bjarna Benediktssyni. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal, Loga Einarsson Þorgerðir Katrínu Gunnarsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Björn Leví Gunnarsson og Ingu Sæland.
Bandaríkin verða kannski aldrei aftur eins og við þekktum þau, jafnvel þótt Joe Biden sigri í forsetakosningunum í næsta mánuði. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur. Íslendingar þurfi sennilega að fara að svipast um eftir nýjum bandamönnum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talaði við Silju Báru