Spegillinn

Einsleitar samninganefndir, hneyksli Evrópuþingsins og fordómar


Listen Later

Kona sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærð fyrir að bana sjúklingi með því að neyða ofan í hann mat.
Neytendasamtökin vara við frumvarpi matvælaráðherra um tímabundna hagræðingu í sláturiðnaði og segja það aðför að neytendum. Hagsmunasamtök bænda styðja frumvarpið og vilja sum ganga lengra.
Kuldatíð gæti orðið til þess að loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að loka fimm laugum á Suðurlandi.
Óvenju mörg covid-smit hafa greinst á sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu. Heimsóknir hafa verið takmarkaðar og grímuskylda starfsfólks tekin upp á ný.
Konur voru nær ósýnilegar við undirritun samninga í gær segir formaður BSRB - og telur það óásættanlegt. Tryggja verði að slíkt gerist ekki aftur og fyrsta skrefið gæti verið að setja kynjakvóta í samninganefndir.
Lögregla í Belgíu hefur lagt hald á eina og hálfa milljón evra við rannsókn á mútumáli sem skekur Evrópuþingið. Þingkona og þrír til viðbótar eru í haldi vegna málsins.
-----
Einsleitni samninganefnda í nýafstöðnum samningum stingur Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB í augu. Samningar á opinbera markaðnum eru lausir í vor og hún segir ekki stefnt að skammtímasamningi. Gildistími samninga sem undirritaðir voru í gær er rúmt ár, samið um tæplega 7% hækkun verðbólgan er nú meira en 9%. Sonja fagnar því að samningar hafi náðst en hefur áhyggjur af því að kaupmáttur sé ekki tryggður. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr.
Evrópuþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að svipta grísku þingkonuna Evu Kaili embætti varaforseta þingsins. Hún er grunuð um að hafa þegið háar fjárhæðir í mútur frá stjórnvöldum í Katar. Forseti Evrópuþingsins svipti Kaili embættinu til bráðabirgða, en þingið þurfti að staðfesta þá ákvörðun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.
Enn eimir af fordómum í harð fólks með geðrænan vanda. Á síðustu árum hafa fordómar í garð fólks með þunglyndi minnkað, en minna hefur dregið úr fordómum í garð fólks með geðklofa. Um fjórir af hverjum tíu segjast mótfallnir því að manneskja með geðklofaeinkenni gegni opinberu embætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands sem hún vann ásamt Geðhjálp.
Árið 2006 var gerð sambærileg könnun um viðhorf og fordóma í garð fólks með einkenni þunglyndis og geðklofa. Ný könnun var lögð fyrir í ár til að meta hvað hefur breyst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigrúnu.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Kormákur Marðarson.
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingima
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners