Enginn hefur greinst með kórónuveiruna hér á landi í 17 daga.
Forseti ASÍ segir að ef frumvarp ríkisstjórnarinnar um laun á uppsagnarfresti verði samþykkt í óbreyttri mynd geti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma.
Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar sem hyggjast fara til Danmerkur eftir 15. júní verða að sýna fram á að þeir ætli að dvelja að minnsta kosti sex nætur fyrir utan Kaupmannahöfn.
Frá því að kórónuveiran stakk sér niður hér á landi fyrir þremur mánuðum hafa yfir 100 fyrirtæki tilkynnt hópuppsagnir sem ná til tæplega 7 þúsund starfsmanna.
Mun fleiri hafa dáið af völdum COVID-19 í Moskvu en áður var gefið upp. Útgöngubanni í borginni verður aflétt eftir helgi.
Það eru engin merki um að heimsfaraldurinn og samfélagslegar breytingar vegna hans hafi haft neikvæð áhrif á líðan landsmanna, þvert á móti. Sviðsstjóri á lýðheilsusviði Landlæknisembættisins, spyr sig hvort krísur geti hjálpað okkur að finna lykilinn að andlegri vellíðan, til frambúðar. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur.
Limlesting á kynfærum kvenna hefur verið bönnuð árum saman í Kenya en þessari blóðugu hefð er enn viðhaldið í dreifðari byggðum landsins. Samtök sem berjast gegn umskurði kvenna boða breyttar hefðir við vígsluathafnir stúlkna og baráttan skilar árangri. Tvö hundruð milljónir kvenna í heiminum hafa verið limlestar á kynfærum og á ári hverju bætast við þrjár milljónir ungra stúlkna. Pálmi Jónasson segir frá.