Ekki verður samið um starfslok við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að svo stöddu. Þetta segir dómsmálaráðherra.
Munnlegur málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu verður 5. febrúar. Þetta kemur fram í bréfi sem málsaðilar fengu í dag.
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu telur að aukin útgjöld til menntamála hér á landi hafi ekki skilað sér í bættum árangri íslenskra nemenda. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að bæta lesskilning og lestrarkunnáttu grunnskólabarna.
Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið sem styður þá sem fengið hafa krabbamein fær 220 milljónir árlega frá ríkinu. Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum að gera þriggja ára þjónustusamning við Ljósið sem sér um endurhæfingu fyrir þá sem fengið hafa krabbamein.
Sameinuðu þjóðirnar vara við yfirvofandi þjóðarmorði á sex hundruð þúsund Róhingjum sem búa enn þá í Mjanmar.
Könnunarsafninu á Húsavík verður lokað í næsta mánuði vegna fjárhagsvandræða.
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu telur að aukin útgjöld til menntamála hér á landi hafi ekki skilað sér í bættum árangri íslenskra nemenda. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að bæta lesskilning og lestrarkunnáttu grunnskólabarna. Höskuldur Kári Schram talar við Bjarna Benediktsson og Lilju Alferðsdóttur.
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, talaði um varkárni í dag, ekki að búast við of miklu, á leið til fundar við Jean-Claude Juncker forseta framkvæmdastjórnar ESB. Sjáum hvað setur, sagði Juncker. Þrátt fyrir samningstal hefur Johnson ekki verið að flýta sér til fyrsta fundarins við Juncker og slær áfram úr og í um samingslausa útgöngu. Sumir stjórnmálaskýrendur telja þetta yfirlögð ráð til að ná samningi. Aðrir velta fyrir sér hvort það sé heil brú í viðleitni bresku stjórnarinnar. Sigrún Davíðsdóttir.
Tryggingastofnun hefur þegar greitt um 200 öryrkjum leiðréttar bætur vegna endurútreiknings á búsetuhlutfalli. Umboðsmaður Alþingis komast að þeirri niðurstöðu í fyrra að útreikningar stofnunarinnar ættu ekki stoð í lögum. Öryrkjabandalagið sættir sig ekki við að miðað sé við að kröfur fyrnist á fjórum árum. Á næstu vikum verður höfðað mál á hendur ríkinu þar sem þess verður krafist að fresturinn verði 10 ár. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Inn: