Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar segir erfitt að horfa upp á sviðna jörð eftir gróðurelda. Gróður hefur logað á þremur stöður á sunnan- og vestanverðu landinu í dag.
Hamas-samtökin hóta að skjóta eldflaugum á háhýsi í Tel Aviv ef Ísraelsher hættir ekki árásum á Gaza-svæðið.
Félagsmálaráðherra segir að tryggt verði að allir námsmenn sem vilji sumarstarf fái vinnu í sumar. 2.500 sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í tengslum við átakið Hefjum störf.
Átta skipasmíðastöðvar vilja bjóða í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Þetta varð ljóst þegar forútboð í smíðina var opnað hjá Ríkiskaupum
Þó liðin sé rúm vika frá því að gosið í Geldingadölum byrjað að gjósa með stuttum hléum er ekkert lát á hraunflæðinu, sjálf hraunáin hefur heldur færst í aukana. Þorvaldur Þórðarson, prófessorí eldfjallafræði segir að framan af hafi flæðið verði á bilinu 5-10 rúmmetrar á sekúndu en sé nú á bilinu 10-15 rúmmetrar. Hann segir að hraunáin og gosvirknin í gígnum sé í raun að haga sér sjálfstætt. Hann segir líka að það hljóti að liggja hraunrás úr gígnum í Geldingadölum sem við sjáum ekki. Um hana renni hraun auk kvikunnar sem gýs upp úr gígnum. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorvald Þórðarson.
Líklegt er að noktun Pfizer-bóluefnisins á börn allt niður í 12 ára aldur verði leyfð hér líkt og í Bandaríkjunum, að mati Valtýs Stefánssonar Thors barnasmitsjúkdómalæknis. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að ungmenni verði bólusett hér fyrr en í haust í fyrsta lagi. Ragnhildur Thorlacius talaði við Valtý.