Spegillinn

Enn 360 heimili og fyrirtæki án rafmagns


Listen Later

Miklar viðgerðir hafa verið í dag á raforkukerfi landsins. Rafmagnslausum stöðum er farið að fækka en þó eru 360 heimili eða fyrirtæki enn án rafmagns.
Fimm ráðherrar heimsóttu Norðurland í dag og skoðuðu afleiðingar óveðursins. Forsætisráðherra segir allt annað að sjá aðstæður með eigin augum.
Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið.
Kosningasigur Íhaldsflokksins kom jafnvel bjartsýnustu flokksmönnum á óvart. Á næstunni mun þó reyna á loforðin, ekki síst þau um að hespa Brexit af.
Heimastjórnin í Skotlandi ætlar í næstu viku að byrja að undirbúa atkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 þingsæti í kosningunum í gær og bætti við sig þrettán.
Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið. Einfalda þurfi leyfiskerfið sem sé allt of þungt. Það gangi ekki að það sé hægt að stöðva verkefni endalaust. Landsnet, sem stofnað var fyrir 15 árum, sé fyrst núna að komast í sitt fyrsta uppbyggingarverkefni. Arnar Páll Hauksson talaði við Hörð Arnarson.
Skýrar línur - það er útkoman úr bresku þingkosningunum í gær. Íhaldsflokkurinn fær kláran meirihluta, tæplega 44 prósent atkvæða, Verkamannaflokkurinn 32 prósent. Slæm útreið Verkamannaflokksins þýðir að nú fer orka þess flokks á næstunni í leiðtogakjör, ekki í landsmálin og stjórnarandstöðu. Sigrún Davíðsdóttir þú hefur fylgst með kosningunum en heyrum fyrst lokaorð Borisar Johnsons í morgun þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu.
Lokadagur tuttugustu og fimmtu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd er runninn upp en viðræðum er hvergi nærri lokið. Helga Barðadóttir, formaður samninganefndar Íslands gagnvart Loftslagssamningnum og starfsmaður umhverfisráðuneytisins, segir að þrátt fyrir að enn sé deilt um það sama og í Katowice í fyrra hafi náðst ákveðinn árangur í Madríd. Það liggi betur fyrir um hvaða atriði ríki séu ósammála. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Helgu Barðadóttur.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

465 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners