Spegillinn

Enn hættustig í Kinninni


Listen Later

Enn er hættustig á Seyðisfirði og í Kaldakinn í Þingeyjarsveit og búist við aukinni úrkomu á þessum svæðum í kvöld. Ekki voru allir íbúar skráðir í þeim húsum sem þurfti að rýma á Seyðisfirði.
Kvensjúkdómalæknir sem stóð að rannsókn um tilkynntar aukaverkanir í tengslum við bólusetningu gegn Covid-19 óttast mest að umræðan um tengsl við bólusetningar komi í veg fyrir að konur fari til læknis.
Erlendum ferðamönnum verður heimilt að koma til Indlands að nýju frá miðjum október. Landamærin hafa að mestu verið lokuð í hálft annað ár.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur kallað eftir kröfum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á opinberum stofnunum fyrir fötluð börn.
----
Samkvæmt nýrri eldsneytisspá er ljóst að stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Í viðræðum stjórnarflokkanna, sem nú standa yfir, er ljóst að tekist er á um hvað leiðir á að fara á næstu árum. Kjörtímabili næstu ríkisstjórnar lýkur 2025 þegar langt verður liðið á tímabilið sem Parísarsamningurinn kveður á um. Landvernd, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar segja í yfirlýsingu að ekkert bendi til þess að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samtökin krefjast þess að ný ríkisstjórn girði sig í brók og leggi fram skýr tímasett og mælanleg markmið. Arnar Páll Haukson talar við Auði Önnu Magnúsardóttur og Árna Finnsson.
Flokksþingi Íhaldsflokksins lauk í gær með hlátrasköllum undir hressilegri ræðu Borisar Johnsons forsætisráðherra og flokksleiðtoga. En forsætisráðherra nefndi hvorki vanda eins og vöru- og eldsneytisskort, né að einmitt í gær voru félagslegarbætur skertar. Bæði innan flokksins og utan velta menn fyrir sér hvort kjósendur meðtaki bjartsýnistal forsætisráðherra. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

7 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners