Spegillinn

Erfiður dagur hjá Arion


Listen Later

Bankastjóri Arion banka segir að með uppsögnum eitt hundrað starfsmanna í dag sé verið að bregðast við háum sköttum og álögum og harðnandi samkeppnisumhverfi. Hann segir að dagurinn í dag hafi verið erfiður.
Samkomulag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins um 120 milljarða samgönguframkvæmdir á næstu 15 árum var undirritað í dag.
Sérfræðingar Boeing-verksmiðjanna og bandaríska loftferðaeftirlitsins vanmátu viðbrögð flugmanna við erfiðleikum við stjórn MAX-flugvélanna, að því er segir í rannsóknarskýrslu sem birt var í dag.
Icelandair stefnir á að koma Boeing 737 MAX-vélum sínum í loftið í janúar. Þetta segir forstjóri félagsins.
Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir að sett sé fram í skýrslum hversu mikill kostnaður það sé fyrir þjóðfélagið að hafa fólk á örorkubótum. ­Það brjóti fólk niður að sitja í rauninni undir ámæli fyrir það að veikjast.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í daga. Undir hann skrifaði ríkið og bæjarstjórar allra sveitarfélaganna sex á höfðuborgarsvæðinu. Samkomulagið hljóðar upp á að 120 milljörðum verði varið til samgönguframkvæmda á næstu15 árum eða fram til árins 2033. Hlutur ríkisins verður 45 milljarðar og sveitarfélaganna 15 milljarðar. 60 milljarða á að afla með sérstakri fjármögnun. Hún felst meðal annars í endurskoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins. Arnar Páll Hauksson talar við Sigurð Inga Jóhannsson.
Hundrað starfsmenn Arions banka misstu vinnuna í dag. Fleiri hafa ekki misst vinnuna í einu hjá fjármálafyrirtæki síðan haustið 2008. Hugsanlega verður árið í ár stærsta hópuppsagnaárið frá hruni. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að botninum sé ekki alveg náð. Hún skrifar hópuppsagnirnar nú á efnahagsástandið og aukna sjálfvirknivæðingu. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Unni Sverrisdóttur.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

25 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners