Gestir Vikulokanna voru Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunna, Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogi, og Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri á Húsavík, sem verður í hljóðveri á Akureyri. Fjallað var um viðbrögð við fréttum af því þegar enskir landsliðsmenn í fótbolta brutu sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkum upp á hótel til sín, sláandi viðtal í Kastljósi við stúlku sem varð fyrir grófu ofbeldi af hálfu kærasta síns, umdeilda auglýsingu fyrir sunnudagaskóla sem sýndi Jesús með brjóst, mál egypskrar fjölskyldu sem á að vísa úr landi eftir tveggja ára dvöl, niðurgreiðslu á flugfargjöldum fyrir íbúa utan höfuðborgarsvæðisins og lýðheilsu og andlega líðan í Covid-faraldrinum.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Mark Eldred