Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra segir ekkert í varnarsamningi leyfa Bandaríkjunum að koma hingað með tuttugu þúsund manna her án þess að spyrja kóng né prest. Önnur Evrópulönd spyrji sig sömu spurningar og Ísland; erum við of háð Bandaríkjunum?
Ný ríkisstjórn ætlar að tryggja fleiri daga á strandveiðum í sumar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins sem er félags- og húsnæðismálaráðherra segir að með því sé komið til móts við blæðandi sjávarbyggðir landsins. Hagfræðingur segir málið þó ekki svo einfalt, strandveiðarnar séu ekki endilega besta kerfið til að efla brothættar byggðir.