Öruggt framboð á matvælum er eitt af mikilvægustu hlutverkum stjórnvalda í flestum löndum og á flestum tímum, segir í inngangi að skýrslu Torfa Jóhannessonar doktors í landbúnaði og sérfræðings í fæðuöryggi og byggðamálum, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu. Torfi Jóhannesson, sérfræðingur í fæðuörykki og byggðamálum, segir það hafa komið sér mest á óvart hve berskjaldaður orkugeirinn er. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Torfa.
Kynferðisbrot og fíkniefnabrot eru þeir brotaflokkar sem valda Íslendingum hvað mestum áhyggjum og hafa lengi gert.
Refsimatið var lengi framan af ólíkt, fíkniefnadómir þungir og efri rammi lögjafarinnar notaður í dómum fyrir innflutning og dreifingu en neðri mörkin frekar nýtt í kynferðisbrotamálum. Þetta hefur þó eitthvað breyst á seinni árum segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur..
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred.