Færeyingar kjósa vegna deilna um réttindi samkynhneigðra
Aðalefni Heimsgluggans að þessu sinni var umfjöllun um kosningabaráttu í Færeyjum. Lögmaður, sem er forsætisráðherra Færeyja, rak Jenis av Rana úr stjórninni vegna andstöðu hans við aukin réttindi samkynhneigðra. Miðflokkur Jenis hætti þá stuðningi við stjórnina og Færeyingar ganga því til kosninga ári áður en kjörtímabilið er á enda. Hjálmar Árnason var gestur Heimsgluggans og ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Boga Ágústsson um færeysk stjórnmál.
Færeyingar kjósa vegna deilna um réttindi samkynhneigðra
Aðalefni Heimsgluggans að þessu sinni var umfjöllun um kosningabaráttu í Færeyjum. Lögmaður, sem er forsætisráðherra Færeyja, rak Jenis av Rana úr stjórninni vegna andstöðu hans við aukin réttindi samkynhneigðra. Miðflokkur Jenis hætti þá stuðningi við stjórnina og Færeyingar ganga því til kosninga ári áður en kjörtímabilið er á enda. Hjálmar Árnason var gestur Heimsgluggans og ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Boga Ágústsson um færeysk stjórnmál.