Spegillinn mánudaginn 26. ágúst 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sex ára fangelsi fyrir mjög grófa líkamsárás á konu í Vestmannaeyjum fyrir þremur árum.
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims styðja sjálfstjórn Hong Kong sem Bretar og Kínverjar sömdu um fyrir 35 árum. Hörð mótmæli hafa verið í borginni síðustu vikur.
Stefnt er að því að kjósa um þriðja orkupakkinn á Alþingi á mánudag eftir viku.
Landsréttur hefur hafnað kröfu ákæruvaldsins um framlengt gæsluvarðhald yfir manni sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir árás á dyravörð á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur.
Strandveiðum lýkur um næstu mánaðamót. Útlit er fyrir að tæp 2000 tonn verði óveidd af veiðiheimildum.
Stofnaður hefur verið viðbragðshópur Matvælastofnunar, björgunarsveita og fleiri til að bjarga hvölum í neyð. Grindhvalur sem rak á land við Seltjarnarnes í dag var aflífaður nú skömmu fyrir fréttir.
Lengi umfjallanir:
Þingkosningar verða í Færeyjum á laugardag 31. ágúst. 33 þingmenn eru á færeyska lögþinginu. Rikisstjórn Þjóðveldisflokksins og Jafnaðarflokksins undir forystu Aksels V. Johannessen lögmanns úr síðarnefnda flokknum hefur nauman meirihluta og benda skoðanakannanir til að hún missi meirihluta sinn. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarniir eru Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, en það er þó óvíst að þeir nái saman í stjórnarmyndun verði kosningarnar þeim í hag. Færeysk stjórnmál eru um margt flókin og snúast ekki aðeins um hægri og vinstri, heldur einnig um afstöðuna til sambandsins við Dani og íhaldssememi eða frjálsyndi í afstöðu til jafnréttis- og trúmála. Norræna félagið á Íslandi hélt opinn fund í Norræna húsinu í Reykjavík í dag þar sem fjallað var um væntanlegar kosningar. Petur Petersen sendiherra Færeyinga á Íslandi sagði frá helstu málum sem þar ber á góma og nokkrir Íslendingar sem vel þekkja til í Færeyjum tóku þátt í pallborðsumræðum. Þar á meðal voru Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi forstjóri Norræna hússins í Færeyjum og Gísli Gíslason varaformaður færeysk- íslenska viðskiptaráðsins og hafnarstjóri Faxaflóahafna. Kristján Sigurjónsson talar við þau í beinni útsendingu.
Pólverjar á Íslandi eru orðnir fleiri en tuttugu þúsund. Fæstir þeirra hafa áhuga á að setjast að hér á landi, heldur koma hingað í tímabundin uppgrip. Ný doktorsrannsókn Önnu Mariu Vojtynska leiðir í ljós að íslenskur vinnumarkaður verður sífellt stéttskiptari eftir þjóðerni, og tilhneigingin s