Helmingi færri skjálftar hafa mælst fyrir norðan land í dag en í gær. Íbúar á Siglufirði eru rólegir þrátt fyrir mikinn hamagang í stærstu skjálftunum.
Sóttvarnalæknir segir að hlutfall smitaðra ferðamanna sé mjög lágt. Tveir ferðamenn af fimm þúsund og fimm hundruð hafi greinst með virkt smit.
Leita þarf aftur til ársins 1961 til að finna færri ferðamenn hér á landi í aprílmánuði. Aðeins rétt rúmlega 900 erlendir ferðamenn komu hingað í apríl.
Nýr sáttafundur hefur verið boðaður á morgun í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair. Deilendur sátu átta klukkustunda fund í dag.
Fimmtíu ár eru í dag frá því að hljómsveitin Led Zeppelin hélt hljómleika í Laugardalshöll.
Áherslur við mat á forsendum kjarsamninga voru meðal þess sem rætt á formanna fundi Alþýðusambandsins sem efnt var til í dag. Forsendur lífskjarasamningsins sem undirritaður var í fyrra verða metnar í september. Arnar Páll Hauksson talaði við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandisns.
„Það eru allir að tala um hvernig þurfi að breyta tískubransanum því kerfið gengur ekki upp,“ þetta segir Áslaug Magnúsdóttir, kaupsýslukona og eigandi tískumerkisins Kötlu. Heimsfaraldurinn leiði vonandi til endurskoðunar á framleiðsluferlum og þeirri hugmynd að það þurfi að koma nýjar fatalínur í búðirnar á nokkurra vikna fresti.
Arnhildur Hálfdánardóttir tala við Áslaugu Magnúsdóttur.