Ljóðabókin Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig, kom út á Þorláksmessu árið 1995 en hefur verið nær ófáanleg síðan. Nú hefur þessi 30 ára gamla ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur verið endurútgefin og við setjumst niður með henni til að rifja upp gömul stef og ný. Óskar Arnórsson, arkitekt, fjallar um samband arkitektúrs og ofbeldis, og það hvernig arkitektúr er enn beitt til þess að sjálfstætt ríki Palestínu verði ekki að veruleika.
En við hefjum þáttinn á að þvi að velta fyrir okkur fagurferðilegri upplifun okkar af landslagi. Á föstudag verður haldið málþing í Norræna húsinu um menningarlegt og fagurferðilegt gildi birkis. Guðbjörg R Jóhannesdóttir er meðal fyrirlesara og mætir í hljóðstofu Víðsjár.