Spegillinn

Fall á mörkuðum, staða Icelandair og snjóflóðahætta fyrir vestan


Listen Later

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segist sannfærður um að félagið geti staðið af sér það áfall sem útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur í för með sér. Flugfélög um allan heim hafa boðað fordæmalausan samdrátt í flugi. Miklar lækkanir urðu í kauphöllum í dag. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við Boga.
12 ný kórónaveirusmit hafa greinst á Íslandi í dag. Meira en tvö þúsund eru í sóttkví og þrír á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Alma Ómarsdóttir sagði frá og heyrist í Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni af upplýsingafundi Almannavarna.
Hættustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Flateyri og þar hafa nokkur íbúðarhús verið rýmd. Óvissustig er í gildi á Vestfjörðum, þar hefur mikið snjóað og í nótt bætir enn í. Appelsínugul viðvörun er í gildi fram á kvöld á morgun vegna norðaustan stórhríðar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir segir frá
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, leggur til bann við ónauðsynlegum ferðum inn á Schengensvæðið í þrjátíu daga. Stefnan er að bannið nái einnig til ríkja sem eiga aðild að Schengen en ekki ESB, eins og Íslands. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman.
Yfirvöld í Týról hunsuðu viðvaranir frá Íslandi um að COVID-19 veiran væri þar á sveimi. Hefðu yfirvöld brugðist við af meiri festu hefði verið hægt að hægja á útbreiðslu veirunnar enn frekar í Evrópu.
-----
Áhrifa COVID-19 faraldursins í atvinnulífinu gæti víða, óveðursblikur á lofti víða um heim. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins hefur vakið athygli á því að aðstæður fólks til að takast á við sóttkví og einangrun eru misjafnar og þá þurfi að gæta þess að kostnaður við heimavinnu lendi ekki á launþegum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Drífu.
Fastlega má búast við einhverjum kjaraviðræðum verði frestað vegna COVID-19. Fækkað hefur verið í samninganefndum og fjarfundabúnaður er notaður á sumum fundum. Arnar Páll Hauksson sagði frá.
Jónína Einarsdóttir leikstjóri á Stakkaborg, segir að börnin eigi eftir að verða breytinga vör í fyrramálið. Þeim er skipt upp í hópa og bara helmingurinn í skólanum í einu og tíminn styttur. , vináttubangsarnir hafa til dæmis verið settir í geymslu og stór hluti leikfanga fjarlægður. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Jónínu.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners