Spegillinn

Fé gæti fennt í kaf


Listen Later

Spáð er snjókomu á hálendinu á norðan og austanverðu landinu á morgun. Færð gæti spillst og hætt er við að fé fenni í kaf.
Angela Merkel Þýskalandskanslari,var harðorð þegar hún krafði rússnesk stjórnvöld skýringa á banatilræði við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
Ótti og óöryggi eru eðlileg viðbrögð eftir að í ljós kom að 30 konur fengu ranga niðurstöðu úr leghálskrabbameinsskoðun. Þetta segir formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein.
Flestir Íslendingar eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum og meirihluti landsmanna var sáttur við að aðgerðir voru hertar 19. ágúst.
Með hlutdeildarlánum til tekjulágra fyrstu kaupenda á bæði að greiða leið þeirra inn á fasteignamarkaðinn og ýta undir byggingu hagkvæmra íbúða, segir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Anna Kristín Jónsdóttir talar við ÖnnuGuðmundu Ingvarsdóttur.
Kísilverið PCC á Bakka við Húsavík hóf rekstur í apríl 2018. 1. júlí var 80 starfsmönnum versins sagt upp störfum og framleiðslunni hætt tímabundið eða smám saman dregið úr henni. Verð á kísilmáli hafði fallið nokkuð í einhvern tíma en COVID -19 gerði útslagið. Um 150 störfuðu hjá PCC þau rúmu tvö ár sem verksmiðjan starfaði. Uppsagnarfrestur starfsmanna er mislangur. Um síðustu mánaðamót voru enn 103 á launaskrá og búist er við að 40 til 50 verði á launum þó að framleiðslunni hafi verið hætt. Arnar Páll Hauksson talaði við Aðalstein Baldurson um stöðuna hjá fyrirtækinu.
Á Covid-19 tímum glíma ýmsar stórborgir við kleinuhringsfyrirbærið: dauðar miðborgir en ný umsvif í öðrum hverfum. Í Bretlandi hefur ríkisstjórnin hvatt fólk til að fara aftur í vinnuna, líkt og það væri þegnskylda að bjarga miðborgum. Aðrir telja þetta enn eitt dæmi um að veirufaraldurinn ýtir undir þróun, sem var þegar hafin. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners