Félög innan BSRB samþykktu dag að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Stefnt er að því að greidd verði atkvæði 16. til 19. febrúar.
Aðrar stéttir fara fram á frekari launahækkanir ef gengið verður að kröfum Eflingar. Þetta segir borgarstjórinn í Reykjavík.
Talsvert tjón varð í vonskuveðri í Bolungarvík í morgun. Vindhraði á Bolafjalli fór í 68 metra á sekúndu. Nokkrar skemmdir hafa orðið vegna vatnavaxta og þjóðvegur eitt á Suðurlandi er illa farinn.
Fjármálaráðherra vonast til til þess að hreyfing komist á sölu Íslandsbanka á næstu vikum. Hægt verði að losa miklar fjárhæðir og nota þær í innviðafjárfestingar.
Alfreð Gíslason hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta.
Rætt við Árna Stefán Jónsson, formann Sameykis, um ákvörðun BSRB- félaga í dag að undur búa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Arnar Páll Hauksson talaði við hann.
Sóttvarnalæknir segir að það væri æskilegt ef hægt væri að meina ferðamönnum sem nýlega hafa verið í Hubei-héraði að koma til landsins. Nýja kórónaveiran sé allt að því tífalt banvænni en venjuleg inflúensa. Arnhildur Hálfdánardóttir tala við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni.
Rúmlega 364 þúsund manns bjuggu á Íslandi um síðustu áramót, ríflega 314 þúsund íslenskir ríkisborgar og tæplega 50 þúsund erlendir. Íbúum fjölgaði um 7000 frá áramótunum þar á undan, 2018 til 2019. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 5000 en íslenskum um 2000. Núna búa á höfuðborgarsvæðinu 233 þúsund manns, en utan þess 131 þúsund. Kristján Sigurjónsson talaði við Harðarson fagstjóra hjá Hagstofunni.