Spegillinn

Ferðalög forseta, norska stjórnin springur, aftökur í Bandaríkjunum


Listen Later

Forsetaskrifstofan veitti óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir, forseti íslands, hefði verið þegar minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram á mánudag. Freyr Gígja Gunnarsson fann svarið í Stjórnartíðindum.
„Þetta er ekki niðurstaðan sem ég hefði óskað mér,“ sagði Jónas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, á fréttafundi eftir að ljóst var að stjórn hans var sprungin. Hann sagði samvinnu og vináttu flokkanna sem að henni stóðu - og þeirra Trygve Slagsvold Vedum, formanns Miðflokksins - hafa verið traust og honum mikils virði - og væri það enn. Það breytti því þó ekki að stjórnin sprakk eins og spáð hafði verið. Støre situr þó áfram á stóli forsætisráðherra. Við tekur líf í minnihlutastjórn Verkamannaflokksins og löng kosningabarátta því ekki má rjúfa þing. Kosið verður til nýs Stórþings 8. september í haust. Gísli Kristjánsson segir frá.
Aftökur dauðadæmdra fanga voru teknar upp að nýju í Bandaríkjunum 1976, eftir nokkurra ára hlé vegna réttaróvissu. Frá þeim tíma hafa um 8.500 manns verið dæmdir til dauða þar í landi og rúmlega 1.600 þeirra verið teknir af lífi. Rannsóknir hafa sýnt að fælingarmáttur dauðarefsingar er enginn. Vitað er að kostnaðurinn er svimandi hár. Og það sem líka er vitað er, að um það bil einn af hverjum átta föngum sem dæmdir hafa verið til dauða í Bandaríkjunum frá 1973 hafa verið hreinsaðir af sök. Ekkert af þessu kom þó í veg fyrir það, að Donald Trump, nýskipaður Bandaríkjaforseti, gerði það að einu sínu fyrsta embættisverki að skipa fyrir um að auka skuli áherslu á að dæma fólk til dauða hvenær sem lög leyfa - og að fullnusta skuli þá dóma, svikalaust. Ævar Örn Jósepsson ræddi þetta við Evu Einarsdóttur, formann Íslandsdeildar Amnesty International.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8

4.8

5 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

128 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

21 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

19 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

72 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

11 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

33 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners