Heimsglugginn

Fíkniefni í Skotlandi, gengjastríð, konunglegur skandall í Noregi og Robert Kennedy yngri


Listen Later

Fleiri deyja vegna neyslu fíkniefna í Skotlandi en nokkru öðru landi í Evrópu. Skotar hafa miklar áhyggjur, vonir eru að neyslurými geti fækkað dauðsföllum.
Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð hafa ákveðið að auka mjög samstarf í baráttu gegn glæpagengjum. Dómsmálaráðherrar landanna og ríkislögreglustjórar hittust og ákváðu aðgerir sem eiga að stoppa að samfélagsmiðlar séu notaðir til að lokka börn og unglinga í Svíþjóð til óhæfuverka í Danmörku, stórauka samstarf dönsku og sænsku lögreglunnar með til dæmis auðveldara aðgengi að upplýsingum og skipti á efni úr eftirlitsmyndavélum.
Fíkniefnaneysla á að hluta sök á hneyksli í norsku konungsfjölskyldunni. Marius Borg Höiby, stjúpsonur Hákons krónprins, er sakaður um heimilisofbeldi, var handtekinn fyrr í ágúst. Hann virðist hafa gengið í skrokk á sambýliskonu sinni undir áhrifum kókaíns og áfengis. Fyrri kærustur hans komið með svipaðar ásakanir.
Flokksþingi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum er að ljúka og hefur verið aðal umfjöllunarefni fjölmiðla. Þeir hafa þó einnig fjallað um Robert F. Kennedy yngri sem hefur boðið sig fram til forsetaembættisins. Hann er sonur Roberts Kennedy, sem var myrtur árið 1968 og bróðursonur Johns F. Kennedy forseta sem var myrtur fimm árum áður. Kennedy yngri er þekktur sem harður andstæðingur bólusetninga og fyrir að trúa á alls kyns samsæriskenningar, meðal annars að flúor í vatni lækki greindarvísitölu fólks og sé krabbameinsvaldandi, að þráðlaus net leiði til „leka úr heilanum“, eins og hann hefur orðað það. Robert Kennedy virðist ætla að hætta við framboð og styðja Donald Trump gegn loforði um embætti ef Trump nær kjör.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Handkastið by Handkastið

Handkastið

14 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

21 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

19 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

72 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

11 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

33 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners