Spegillinn 13. júní 2019
Það stefnir í um það bil þriggja miljarða króna samdrátt í útflutningstekjum á ársgrundvelli, vegna ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um nytjastofna sem kynnt var í morgun.
Skipuð hefur verið samstarfsnefnd sem á að kanna ávinning af sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.
Mikið hop Sólheimajökuls síðustu ár kom Frank-Walter Steinmeier forseta Þýskalands mjög á óvart, segja unglingar í Hvolsskóla á Hvolsvelli sem hafa fylgst með rýrnun jökulsins síðustu ár.
Fiskifræðingur segir að staða síldar sé alvarleg og hrun loðnu gæti haft alvarleg áhrif á helstu bolfiskstofna. Arnar Páll Hauksson ræðir við Guðmund Þórðarson fiskifræðing og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS.
Flóknar stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir í Danmörku. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, reynir að sætta ólík sjónarmið mið- og vinstriflokka sem hafa lýst stuðningi við hana sem forsætisráðherra. Bogi Ágústsson.
Draumur Ídu Jónasdóttur Herman, 93 ára, rættist í dag þegar lögð var fram tillaga á Alþingi um að hún fengi að nýju íslenskan ríkisborgararétt.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Mark Eldred