Um 20 tilkynningar berast Vinnueftirlitinu árlega um ofbeldi nemenda gagnvart kennurum. Formaður Félags grunnskólakennara telur að tilvikin séu talsvert fleiri.
Ríkissaksóknari Namibíu segir að þótt ekki sé í gildi framsalssamningur milli Íslands og Namibíu sé verið að skoða hvort aðrar leiðir séu færar. Þrír Samherjamenn eru ákærðir í Namibíu.
Vinnsla á loðnu úr norskum skipum er nú hafin á Austfjörðum eftir tvö loðnulaus ár.
Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að að ná endum saman. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun sem kynnt verður á morgun.
-------------------------------------------------------------------------------
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef samkomulag næst við lyfjaframleiðandann Pfizer um rannsóknarverkefni á virkni bóluefnis fyrirtækisins þurfi aðgerðin að fara í gegnum allt ferli sem um það gilda, eins og fyrir Vísindasiðanefnd og Persónunefnd. Hann segir innviði hér sterka pg vel undir bólusetningaaðgerðir búna.
Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að að ná endum saman. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun sem kynnt verður á morgun. Þar kemur líka fram að um fjórðungur kvennna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu. Þetta hlutfall meða ungs fóks er nærri 42%.
Tónlistarbransinn í Bretlandi er í vanda, ekki bara vegna COVID, því það er alls staðar, heldur vegna Brexit, en svo virðist sem hreinlega hafi gleymst að gera ráð fyrir ferðafrelsi tónlistarfólks um Evrópu. Eldri og ráðsettari stórstjörnur hafa brugðist ókvæða við og segja nauðsynlegt að auðvelda yngra fólki að koma sér á framfæri, því án ungra tónlistarmanna sé enginn bransi.