Spegillinn

Fleiri starfmenn á reykjalundi íhuga uppsagnir


Listen Later

Félag atvinnurekenda segir Alþingi taka stöðu gegn þjóðinni, verði nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar samkeppnislögum samþykkt.. Óánægja er meðal stjórnarliða á þinginu vegna málsins.
Sjötti læknirinn sagði upp störfum á Reykjalundi í gær. Heilbrigðisyfirvöld krefja stjórn stofnunarinnar skriflegra svara vegna ástandsins. Talmeinafræðingur segir fjölda starfsmanna íhuga uppsögn.
Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út vegna vegna veðurs á Suðausturlandi. Spáð er norðan 18-25 metrum á sekúndu og hviðum jafnvel yfir 50 m/s.
Félagsmálaráðherra kynnir í ríkisstjórn á morgun frumvarp um að tekju- og eignamörk vegna kaupa á almennum íbúðum verði rýmkuð.
Forsætisráðherra Bretlands býður þingmönnum á breska þinginu lengri tíma til að gaumgæfa Brexit samninginn gegn því að þeir fallist á þingkosningar 12. desember.
Ursula von der Leyen, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill ráðast í aðgerðir til að bæta kjör láglaunafólks í Evrópu. Hún hefur viðrað hugmyndir um að lágmarkslaun verið innleidd með tilskipun. Kristján Bragason segir að launamunurinn sé mikill. Víða í Suðaustur-Evrópu séu tímalaun undir tveimur evrum á sama tíma og greiddar séu 12 til 18 evrur í löndum Vestur-Evrópu. Arnar Páll talar við Kristján Bragason.
Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir fundi um markmið sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sett sér á sviði sjálfbærni og hvað fyrirtæki geta lagt af mörkum til að ná þeim markmiðum.
Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segir að stjórnvöld þurfi að setja ramma og stjórnendur fyrirtæki þurfi að sýna hugrekki. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Hrund Gunnsteinsdóttur.
Tíu ár eru liðin frá því fyrstu erlendu skipin fengu að fara Norðausturleiðina svokölluðu milli Evrópu og Asíu um Íshafið norðan Síberíu í rússneskir landhelgi. Það er þriðjungi styttri leið en að fara um Súesskurðinn milli heimsálfa. Ísinn er að brána en hvernig gengur að fá skipafélög til að nýta sér þessa hjáleið. Gísli Kristjánsson í Osló sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

9 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners