Samningafundi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hjá Ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í dag. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair, sem forstjóri félagsins segir að hafi verið lokatilboð.
Eitt COVID-19 smit greindist hér á landi síðasta sólarhring, hið fyrsta síðan 12. maí. Fjórir eru nú í einangrun, en enginn á sjúkrahúsi.
Grikkir opna landamæri sín fyrir erlendum ferðamönnum í næsta mánuði.
Áhyggjur af því að fólk smitist af kórónuveirunni hér á landi hafa aldrei verið minni síðan faraldurinn hófst, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups.
Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í dag, sveitarfélög geta nú sett á fót örugg rými fyrir fólk sem sprautar sig með vímuefnum. Ekki er þó víst að sveitarfélögin kæri sig um að nýta tækifærið.