Neyðarástandi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli þegar farþegaþota Icelandair lenti þar á fjórða tímanum í dag. Hjólabúnaður virðist hafa brotnað í lendingu. Flugvélin liggur nú út á annan vænginn á flugbrautinni.
Heinaste, skip Samherja í Namibíu, var kyrrsett að nýju af namibískum yfirvöldum í morgun.
Flokkráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var settur síðdegis.
Kínversk kona, sem var flutt á sjúkrahús í Danmörku í morgun vegna gruns um að hún væri smituð af kórónaveiru, reyndist ekki vera með hana.
Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur hf. hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta.