Forsætisráðherra fordæmir skotárásina á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hún segir árásina því miður ekki vera þrumu úr heiðskíru lofti.
Formaður Viðreisnar vill að formenn flokkanna sammælist um skýrar leikreglur sem útiloki ofbeldisfull og meiðandi ummæli í aðdraganda kosninga.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að hefja sölu á hluta af hlutabréfum í Íslandsbanka. Hann tilkynnti Bankasýslunni þetta í dag.
Lithái á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið landa sínum að bana í desember 2019
Umhverfisráðherra segir að nýtt regluverk um vindorku sé bæði skilvirkt og sanngjarnt. Það þjóni bæði verndun og nýtingu. Arnar Páll Hauksson talar við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Ef litið er yfir sögu mannfjölda á Íslandi kemur glöggt í ljós að síðan á tímum Vesturferðanna hefur brottflutningur fólks frá Íslandi verið ráð við hremmingum og atvinnuleysi heima fyrir. Sama á Írlandi. Þar er meðvitundin um írsku útflytjendasöguna mjög sterk. En hið nýja er að brottflutningur hefur haldið áfram þrátt fyrir góðæri. Hver áhrif Covid verður á brottflutning á eftir að koma í ljós. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.