Forsætisráðherra segir að fara þurfi yfir allt regluverk til að koma í veg fyrir misskilning sem varð í máli albanskrar konu sem var send þunguð úr landi í fyrrinótt.
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að heilsugæslulæknir hafi gefið út vottorð nokkrum dögum eftir að hann hitti albönsku konuna. Hann geti ekki fullyrt hvort ástand hennar hafi breyst í millitíðinni.
Seðlabankastjóri segir eðlilegt að forsætisráðherra hafi tilkynnt lögreglu um meintan upplýsingaleka vegna húsleitar hjá Samherja.
John Bercow, fyrrverandi forseti neðri málstofu breska þingsins, segir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu mestu mistök þeirra frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Kosningabaráttan er brostin á í Bretlandi.
Hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar segir að með opnun neyslurýmis fyrir sprautufíkla yrði stigið risastórt skref í skaðaminnkun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að sveitarfélögum verði heimilt að koma upp rýmum fyrir þá sem sprauta sig með fíkniefnum. Arnar Páll Hauksson talar við Elísabetu Brynjarsdóttur.
Kosningabaráttan í Bretlandi er rétt að byrja og það liggur þegar í loftinu að hún verði einkar hörð og Brexit-áhrifin óútreiknanleg. Íhaldsflokkurinn þarf að verja um tíu prósenta forskot, Verkamannaflokkurinn að sýna samtakamátt og trú á flokksleiðtogann og minni flokkarnir að sanna fyrir kjósendum að atkvæði á þá sé ekki kastað á glæ í einmenningskjördæmakerfinu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.