Icelandair Group ætlar að grípa til yfirgripsmikilla uppsagna í aprílmánuði. Starfsemi verður haldið í lágmarki á næstunni.
Fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjónustu segjast hafa átt von á víðtækari aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Fulltrúar stjórnarandstöðu segja aðgerðapakkann ein stór vonbrigði.
Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimili verða leyfðar á ný frá fjórða maí. Tveggja metra reglan gildir í þessum heimsóknum.
Á Ítalíu eru dauðsföll af völdum COVID-19 orðin 25 þúsund. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir langt í að séð verði fyrir endann á farsóttinni.
Bóndi í Fljótum man vart eftir erfiðari vetri. Heyskapur kann að tefjast um meira en mánuð vegna snjóþyngsla.
Íslendingar eru ekki bara menn, þeir bera líka erfðaefni Neanderdalsmanna. Þetta sýnir ný rannsókn.
Stór hluti sjúkraflutningamanna sem starfa í framlínunni vegna COVID-19 á ekki rétt á álagsgreiðslum til heilbrigðisstarfsmanna vegna þess að þeir starfa hjá sveitarfélögunum.
Sóttvarnagallarnir eru óþægilegir og erfitt að vera í þeim til lengdar en það að geta ekki brosað til sjúklinga reynir jafnvel meira á. Spegillinn safnaði hugleiðingum frá heilbrigðisstarfsfólki.