Spegillinn

Framtíðarsýn skilað í tæka tíð


Listen Later

Umhverfisráðherra vísar á bug að Ísland leggi ekki fram framtíðarsýn á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Framtíðarsýninni verði skilað áður en ráðstefnan hefst í næstu viku. Tíma taki að vinna sviðsmyndir um hvernig Ísland eigi að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum.
Lögreglustjórinn á Vesturlandi leitaði ráða hjá embætti ríkissaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á brotum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á kosningalögum.
Á annað hundrað þúsund heimili eru án rafmagns í Frakklandi eftir að óveðurslægðin Áróra fór þar yfir í nótt. Áætlunarferðir járnbrautarlesta fóru úr skorðum í óveðrinu.
Um 50-60 hafa smitast af Covid-19 að jafnaði á dag í þessum mánuði. Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir skólakerfið á flóknasta staðnum í faraldrinum til þessa.
Það eina sem virðist ljóst ef stjórnarflokkarnir ná saman um nýja stjórnarsáttmála er að Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráðherra. Leiðtogar flokkanna halda spilunum þétt að sér. Þyngsta og erfiðasta málið sem þeir ræða eru líklega loftslag- og orkumál. Um helgina verða liðnar fjórar vikur frá því að formennirnir settust niður til að freista þess að ná samkomulagi um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Arnar Páll Hauksson segir frá.
75% landsmanna eru fullbólusett við COVID-19 og af tólf ára og eldri er hlutfallið farið að nálgast 90%. Um 560 þúsund skömmtum af bóluefnum hefur verið sprautað í landsmenn þegar allt leggst saman, efnum frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. Fljótt á litið var samið um kaup á um tólfhundruð og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefnum fyrir grunnbólusetning og þeir skammtar duga til að bólusetja rúmlega sex hundruð þúsund manns. Nú er unnið að því í heilbrigðisráðuneytinu að koma umfram skömmtum þangað sem þeirra er þörf. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Bjarna Sigurðsson lyfjafræðing.
Rafmagn hefur verið dýrara í Noregi í haust en nokkru sinni áður í sögunni. Talað er um allt að tíföldun á verði frá í fyrra. Og verðið sveiflast svo mikið að venjulegt fólk sundlar að sögn við að horfa á rafmagnsmælana. Gísli Kristjánsson útskýrir hvað er að gerast hjá frændum okkar austan Atlantsála.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners