Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er nánast jafnt í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Tíu ár eru síðan fylgi Vinstri grænna mældist jafn lítið eða um sjö prósent.
Plássleysi, undirmönnun og niðurskurður til nýs Landspítala hefur orðið til þess að læknar á bráðamóttöku hafa sagt upp störfum að undanförnu. Tugir hjúkrunarfræðinga hafa einnig sagt upp.
Innviðaráðherra segir Suðurnesjalínu tvö varða þjóðarhag og að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir lagningu hennar. Það sé grafalvarleg staða.
Kuldatíð í nýliðnum desember skilar honum í fjórða sæti yfir köldustu desembermánuði frá upphafi mælinga. Seinast var desember viðlíka kaldur árið 1916.
Þess er krafist að varnarmálaráðherra Þýskalands segi af sér eftir að hún birti óviðeigandi myndskeið á Instagram á gamlárskvöld.
-----
3. áfangi rammaáætlunar var samþykktur í sumar eftir mikið karp. Þegar rykið sest fara þau virkjanaáform sem sett eru í nýtingarflokk yfirleitt í umhverfismat. Nú þegar hefur verið gefið út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá, en framkvæmdaleyfi hefur ekki verið afgreitt af sveitarstjórnum sem liggja að Þjórsá. Tveir virkjanakostir eru á Vestfjörðum, annars vegar Hvalárvirkjun sem stendur til að ráðast í og hins vegar Austurgilsvirkjun, en Landsvirkjun setti þau áform á ís fyrir afgreiðslu rammaáætlunar. Veituleið Blönduvirkjunar er einnig í nýtingarflokki. Þau háhitasvæði sem eru í nýtingarflokki eru flest á Reykjanesskaga, en einnig á Kröflusvæðinu og í Bjarnarflagi á Norðausturlandi.
Þá eru vindorkuver í nýtingarflokki á tveimur stöðum á landinu, annars vegar við Búrfell og hins vegar við Blöndu. En hvað svo. Hvað tekur við eftir að rammaáætlun er samþykkt. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og sat í verkefnastjórn rammaáætlunnar.
Stjórnarandstæðingar í Þýskalandi krefjast þess að Christine Lambrecht varnarmálaráðherra segi af sér. Ella reki Olaf Scholz kanslari hana úr embætti. Jafnframt krefjast þeir þess að hún biðjist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Instagram-myndskeiði á gamlárskvöld. Reyndar greinist varla hvað hún segir fyrir látunum í sprengjuglöðum Berlínarbúum sem fengu sitt fyrsta tækifæri síðan um áramótin 2019 til að láta til sín taka.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Kormákur Marðarson.
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.