Spegillinn

Fylgi stjórnmálaflokka, læknar segja upp og rammaáætlun


Listen Later

Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er nánast jafnt í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Tíu ár eru síðan fylgi Vinstri grænna mældist jafn lítið eða um sjö prósent.
Plássleysi, undirmönnun og niðurskurður til nýs Landspítala hefur orðið til þess að læknar á bráðamóttöku hafa sagt upp störfum að undanförnu. Tugir hjúkrunarfræðinga hafa einnig sagt upp.
Innviðaráðherra segir Suðurnesjalínu tvö varða þjóðarhag og að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir lagningu hennar. Það sé grafalvarleg staða.
Kuldatíð í nýliðnum desember skilar honum í fjórða sæti yfir köldustu desembermánuði frá upphafi mælinga. Seinast var desember viðlíka kaldur árið 1916.
Þess er krafist að varnarmálaráðherra Þýskalands segi af sér eftir að hún birti óviðeigandi myndskeið á Instagram á gamlárskvöld.
-----
3. áfangi rammaáætlunar var samþykktur í sumar eftir mikið karp. Þegar rykið sest fara þau virkjanaáform sem sett eru í nýtingarflokk yfirleitt í umhverfismat. Nú þegar hefur verið gefið út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá, en framkvæmdaleyfi hefur ekki verið afgreitt af sveitarstjórnum sem liggja að Þjórsá. Tveir virkjanakostir eru á Vestfjörðum, annars vegar Hvalárvirkjun sem stendur til að ráðast í og hins vegar Austurgilsvirkjun, en Landsvirkjun setti þau áform á ís fyrir afgreiðslu rammaáætlunar. Veituleið Blönduvirkjunar er einnig í nýtingarflokki. Þau háhitasvæði sem eru í nýtingarflokki eru flest á Reykjanesskaga, en einnig á Kröflusvæðinu og í Bjarnarflagi á Norðausturlandi.
Þá eru vindorkuver í nýtingarflokki á tveimur stöðum á landinu, annars vegar við Búrfell og hins vegar við Blöndu. En hvað svo. Hvað tekur við eftir að rammaáætlun er samþykkt. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og sat í verkefnastjórn rammaáætlunnar.
Stjórnarandstæðingar í Þýskalandi krefjast þess að Christine Lambrecht varnarmálaráðherra segi af sér. Ella reki Olaf Scholz kanslari hana úr embætti. Jafnframt krefjast þeir þess að hún biðjist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Instagram-myndskeiði á gamlárskvöld. Reyndar greinist varla hvað hún segir fyrir látunum í sprengjuglöðum Berlínarbúum sem fengu sitt fyrsta tækifæri síðan um áramótin 2019 til að láta til sín taka.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Kormákur Marðarson.
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners