Spegillinn

Gæsluvarðhald framlengt og brotthvarfi Rússa mætt af efa


Listen Later

Spegillinn. 10. nóvember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir tveimur mönnum sem grunaður eru um að skipuleggja hryðjuverk. Þeir voru handteknir í september. Lengra gæsluvarðhald vekur furðu Sveins Andra Sveinssonar verjanda annars mannanna. Oddur Þórðarson talaði við hann.
Desemberuppbót til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega lækkar um helming milli ára samkvæmt fjáraukalögum en formaður fjárlaganefndar vill að það verði endurskoðað. Höskuldur Kári Schram tók saman og heyrist í Kristrúnu Frostadóttur (S), Ingu Sæland (F) og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (V)
Margfrestuð skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu á Íslandsbanka verður birt á mánudag
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að stór hluti þjóðarinnar viti ekki og skilji ekki út á hvað sjávarútvegur gengur. Taka verði heiðarlegra samtal við þjóðina.
Stúdentaráð telur að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands séu innheimt á fölskum forsendum, þau standi ekki aðeins undir skráningu heldur líka kennslu. Alexander Kristjánsson talaði við Rebekku Karlsdóttur formann stúdentaráðs.
Hagsmunavörðum, eða lobbíistum, á vegum gas- og olíufyrirtækja hefur fjölgað um fjórðung á COP-ráðstefnunni síðan á síðasta ári. Um 600 slíkir eru skráðir á viðburði COP27-ráðstefnunnar, sem haldin er í Egyptalandi. Pétur Magnússon tók saman.
Skyndibitakeðjan KFC hefur beðist afsökunar eftir að þýskir viðskiptavinir hennar voru hvattir til að minnast atlögu sérsveitarmanna og óbreyttra borgara að gyðingum í Þýskalandi og Austurríki fyrir rúmum áttatíu árum. Markús Þórhallsson sagði frá.
Lengri umfjallanir.
Ákvörðun Rússa um að flytja herlið sitt frá borginni Kherson í Úkraínu er tekið með tortryggni. Ásgeir Tómasson tók saman.
Kennarar ættu að geta sérhæft sig í geðrækt alveg eins og í stærðfræði eða íþróttum segir Sigrún Daníelsdóttir verkefnisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu. verið er að undirbúa að geðrækt verið sjálfstæð kennslugrein. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana.
DNA sýnataka í nautgriparækt er bylting í ræktunarstarfi bænda. Framfarirnar jafnast á við að fá framdrif undir dráttarvélar segir búfjárræktarráðunautur. Bjarni Rúnarsson tók saman og ræddi við Guðmund Jóhannesson, ráðunaut og ábyrgðarmann í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

27 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners