Spegillinn er tileinkaður Grindavík.
Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði segir að enn streymi kvika inn í Svartsengi og það geti gosið reglulega á þeim slóðum.
Heitavatnslögnin til Grindavíkur skemmdist í gosinu, heitavatnslaust er í bænum, en rafmagn er komið á í vesturhluta bæjarins, í bili að minnsta kosti.
Það á að skoða hvort hækka þurfi varnargarðana við bæinn, því hraun rann upp að þeim og meðfram. Ef hraun rennur á ný þarf því minna til að það komist yfir garðana.
Inga Guðlaug Helgadóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr í götunni sem hraun rann inn í í gær. Hún segir að engann Grindvíking hafi órað fyrir því í raun og veru að það myndi gjósa svona nálægt þeim.