Heimsglugginn

Gagnrýni á Erdogan eftir jarðskjálfta, Mary Queen of Scots


Listen Later

Kosningar verða í Tyrklandi í maí og jarðskjálftarnir skelfilegu og afleiðingar þeirra kunna að hafa áhrif. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við en sjálfur segir Erdogan forseti að allt hafi verið gert sem var mögulegt og í heimsókn á jarðskjálftasvæðunum í gær sagði hann að yfirvöld hefðu fullkomna stjórn á ástandinu. Engu að síður er fólk á hamfarasvæðunum yfirvöldum reitt fyrir slæleg viðbrögð.
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu þetta i Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Þeir voru einnig á sagnfræðilegum nótum, ræddu listsköpun Neandertalsmanna, fjölluðu um ,,stríð" Dana og Spánverja sem danska þjóðminjasafnið rifjaði upp þegar þjóðirnar mættust í HM í handbolta. Það ,,stríð" stóð í 172 ár, friður var ekki saminn fyrr en 1981. Þeir ræddu einnig um Maríu Stúart Skotadrottningu, Mary Queen of Scots, sem var hálshöggvin 1587 - fyrir 436 árum. Í gær, 8. febrúar, var tilkynnt að tekist hefði að ráða dulmál á 57 bréfum sem hún skrifaði í tveggja áratuga fangavist sinni. Sagnfræðingar lýsa þessu sem miklum tíðindum, í bréfunum kvartar María yfir einangrun sinni og lýsir áhyggjum af velferð Jakobs sonar síns. Hann varð Jakob 6. Skotakonungur og eftir dauða Elísabetar fyrstu Englandsdrottningar varð hann jafnframt Jakob fyrsti, konungur Englands.
Spjallið endaði á undurfögru lagi Fairport Convention um Maríu Skotadrottningu. Lagið heitir Fotheringhay eftir kastalanum þar sem María var fangelsuð og tekin af lífi.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

467 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

9 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

153 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

95 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners