Spegillinn 28.5.2019
Gífurleg hætta er af skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi og að náttúruhamförum frátöldum er hún alvarlegasta ógnin við íslenskt samfélag. Þetta er mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra.
Einn helsti ráðgjafi og tengdasonur Bandaríkjaforseta er kominn til Miðausturlanda til að kanna grundvöllinn fyrir áætlun forsetans um frið í heimshlutanum. Til stendur að leggja hana fram í sumar.
Forsætisráðherra segir að erfitt verði að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi nema með aðkomu atvinnulífsins. Hún bindur miklar vonir við nýtt samkomulag sem gert var í morgun. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra
Gert er ráð fyrir að lofthiti verði yfir meðallagi á norðurheimskautssvæðinu í sumar og minni hafís.
Formaður Miðflokksins vill fresta þriðja orkupakkanum til að fá úr því skorið hvort hann standist stjórnarskrá Noregs. Síðari umræða um orkupakkann stendur enn á Alþingi og er hvergi nærri lokið. Rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins
Finnar hafa unnið stríðið gegn falsfréttum, sem gæti skipt sköpum fyrir vestrænt lýðræði. Þetta er mat margra sem hafa kynnt sér aðgerðir þeirra gegn hættu sem fylgir því sem hefur verið kallað upplýsingaröskun. Berlgjót Baldursdóttir ræðir við Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að önnur ríki í Evrópu líti nú til Finna eftir ráðgjöf um hvernig eigi að bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Hún bendir á að Rússar eyði því sem samsvari einum milljarði evra í að hafa áhrif á samfélagsumræðuna á Vesturlöndum en ríki Evrópu aðeins einni milljón evra í að bregðast við því. Ítarleg umfjöllun er um Finna og hvernig þeir hafa tekið á þessum málum á vef CNN.
Engar formlegar viðræður hafa verið boðaðar á milli færeyskra og íslenskra stjórnvalda um hvað tekur við í samskiptum ríkjanna ef Hoyvíkursamningurinn fellur úr gildi um næstu áramót. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Jóhannes Eidesgaard, þáverandi lögmaður Færeyja, undirrituðu samninginn árið 2005, en Færeyingar sögðu honum upp í lok síðasta árs. Bogi Ágústsson, sagði frá
Skýrsla Seðlabankans um neyðarlán Kaupþings skilur eftir spurningar í leit að svörum. Ein þeirra er hvort rétt sé að stofnanir rannsaki sjálfar eigin gerðir. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá