Spegillinn 19. júní.
Það er stál í stál í kjaraviðræðum við sveitarfélögin, segir formaður Starfsgreinasambandsins eftir samningafund í morgun. Sveitarfélögin neiti að færa lífeyrisréttindi til jafns við borgina og ríkið. Tveir mánuðir eru í næsta samningafund.
Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá eru nú á leið til Landeyjahafnar en þaðan verða þær fluttar til Vestmannaeyja í kvöld.
Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna harkalega niðurstöðu alþjóðlegrar rannsóknarnefndar vegna flugvélarinnar MH17 sem skotin var niður í Úkraínu fyrir fimm árum.
Þriðja hvert barn í bænum Tasiilaq á Grænlandi verður fyrir kynferðislegu ofbeldi og fimmti hver bæjarbúi sviptir sig lífi.
Íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi 19. júní fyrir 104 árum. Í tilefni dagsins rifjum við upp eina þrautseigustu og frægustu friðarbaráttu sem konur hafa staðið fyrir þegar konur dvöldu fyrir utan Greenham Common herstöðina í Englandi í 19 ár til að mótmæla kjarnorkuvopnavæðingu.
Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Í síðari hluta Spegilsins ræðum við vandann og orsakir hans við Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir