Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir koma í ljós á næstu dögum hvort það takist að ná tökum á þeirri bylgju smita sem nú stendur yfir. Hann segist hóflega bjartsýnn. Alma Möller landlæknir biður fólk að fara ekki í sýnatöku nema það finni fyrir einkennum eða viti að það hafi verið útsett fyrir smiti. Jóhann Bjarni Kolbeinsson tók saman.
Utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkja mistókst í dag að komast að samkomulagi um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni halda áfram í Héraðsdómi Austur Finnmerkur í Vadsø á morgun. Bjørn André Gulstad, verjandi Gunnars segir að Gunnar hafi ekki ætlað að skjóta hálfbróður sinn, skot hafi hlaupið úr byssunni þegar bræðurnir tókust á um vopnið.
Fjölgun heimilisofbeldismála í kórónuveirufaraldrinum er Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra áhyggjuefni. Skerpt hefur verið á viðbragði lögreglu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Sigríði Björk.
Matur hefur hækkað meira en almennt verðlag það sem af er ári.
-------------
Grímur í framhaldsskólum eru sýnilegt merki um áhrif kórónuveirufaraldursins sem hafa verið mjög mikil, ekki síst á félagslífið. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir þær undirstrika hve skrítið ástandið er en ótrúlega vel hafi gengið að bregðast við síbreytilegu ástandi. Bóas Valdórsson, sálfræðingur MH segir ungt fólk úrræðagott en vissulega sé erfitt að fara á mis við venjulega og óskipulega umgengni við félaga. Þórunn Guðmundsdóttir nemandi á þriðja ári sat yfir bókunum á safninu því hugurinn tvístrast frekar heima. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við þau.
Íslenskir veitingamenn kalla eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að létta undir rekstri veitingastaða. Barir og skemmtistaðir verða lokaðir fram til 27. september.
þeirra á meðal er Fannar Arason einn eigenda barsins Miami við Hverfisgötu. Arnar Páll Hauksson talaði við hann.
Bandaríkjamenn af írskum ættum hafa lengi verið áberandi í bandarískum stjórnmálum og umræður um Brexit og friðarsamkomulagið vestra endurspegla þau áhrif. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir